Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 22-35 | Akureyringum slátrað á heimavelli 5. október 2013 12:43 Mynd/Daníel Eyjamenn tóku Akureyringa í kennslustund í handbolta norðan heiða í dag og unnu þrettán marka sigur í leiðinni. Það var búist við hörkuleik fyrir norðan í dag þegar heimamenn tóku á móti ÍBV en raunin varð allt önnur. Heimamenn hreinlega mættu ekki til leiks og eftirleikurinn reyndist nokkuð auðveldur fyrir gestina úr Eyjum sem gengu á lagið og sigruðu örugglega á endanum með þrettán mörkum, 22-35. Strax í upphafi leiks varð ljóst hvoru liðinu langaði meira í sigurinn, gestirnir mættu grimmir til leiks og eftir tíu mínútur var staðan orðin 1-5. Heimamenn náðu þá smá spretti og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar en nær komust þeir ekki. Gestirnir settu aftur í gír og þegar fyrri hálfleikurinn var við það að klárast kom Magnús Stefánsson ÍBV í 9-18 og það með vinstri. Seinni hálfleikurinn var í raun ekkert annað en formsatriði, eina spennan var í raun fólgin í því hversu stór sigurinn yrði á endanum. Afleit frammistaða hjá heimamönnum í alla staði en Jovan Kukobat var líklegast þeirra eini leikmaður sem var nálægt því að standa undir væntingum. Tólf leikmenn gestanna komust á blað í leiknum. Theodór Sveinbjörnsson og Róbert Aron Horstert skoruðu flest mörk eða sex. Hjá Akureyringum skoraði Bjarni Fritzson sex mörk. Eyjamenn hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Akureyringar hafa unnið einn af þremur. Gunnar Magnússon: 24 marka sveifla milli leikja„Við áttum auðvitað von á hörkuleik enda alltaf erfitt að koma hingað norður,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV eftir leik. „Við vorum bara frábærir í dag. Vörnin góð, markvarslan einnig og sóknin öguð. Virkilega ánægður með strákana í dag. Það stigu allir upp í dag, allir gerðu sitt. Þegar það gerist þá erum við bara helvíti góðir.“ Það er töluvert um sveiflur í leik ÍBV það sem af er tímabils. „Já, þú sérð það að núna er 24 marka sveifla milli leikja frá heimavelli og yfir á erfiðan útivöll fyrir norðan. Núna þurfum við að ná Eyjamönnum niður á jörðina, þeir eiga það til að fara of hátt upp eftir sigra. Núna er það okkar verkefni að ná mönnum niður á jörðina aftur og undirbúa leikinn gegn FH.“ Er stefnan sett á toppbaráttu? „Við ætluðum að komast í gegnum þessa byrjun og erum komnir með fjögur stig og þau eru ekki tekin af okkur. Við erum ánægðir með þessa byrjun en við tökum þetta bara leik fyrir leik. Ef við ætlum að vera með í toppbaráttu þá þurfum við að geta strítt liðum eins og FH og Haukum, við sjáum hvernig þetta fer í næsta leik.“ Heimir Örn Árnason: Algjör aftakaHeimir Örn Árnason„Þetta var bara algjör aftaka,“ sagði Heimir þungur á brún strax eftir leik. „Ég held að það sé erfitt að finna eitthvað gott til að taka úr þessum leik. Við komumst varla í vörn síðasta korterið í fyrri hálfleiknum. Við vorum með einhverja 18 tapaða bolta sem er allavega tíu of mikið.“ Var þetta bara einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? „Já en það er sama. Menn verða að líta í eigin barm núna og læra af þessu, við viljum ekki mæta svona til leiks eins og aumingjar aftur. Þessi heimavöllur á bara að vera vígi. Ég veit ekki hvort að leiktíminn hafi farið svona agalega í menn en þeir eiga nú að vera reynslumeiri en það í þessum bolta. Næsti leikur er HK úti og ef menn ætla að spila svona þá fer það ekki vel. Mjög erfiður útivöllur þar sem þeir náðu jafntefli á móti FH. Þeir hafa þannig séð engu að tapa og mæta því alltaf dýrvitlausir. Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Eyjamenn tóku Akureyringa í kennslustund í handbolta norðan heiða í dag og unnu þrettán marka sigur í leiðinni. Það var búist við hörkuleik fyrir norðan í dag þegar heimamenn tóku á móti ÍBV en raunin varð allt önnur. Heimamenn hreinlega mættu ekki til leiks og eftirleikurinn reyndist nokkuð auðveldur fyrir gestina úr Eyjum sem gengu á lagið og sigruðu örugglega á endanum með þrettán mörkum, 22-35. Strax í upphafi leiks varð ljóst hvoru liðinu langaði meira í sigurinn, gestirnir mættu grimmir til leiks og eftir tíu mínútur var staðan orðin 1-5. Heimamenn náðu þá smá spretti og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar en nær komust þeir ekki. Gestirnir settu aftur í gír og þegar fyrri hálfleikurinn var við það að klárast kom Magnús Stefánsson ÍBV í 9-18 og það með vinstri. Seinni hálfleikurinn var í raun ekkert annað en formsatriði, eina spennan var í raun fólgin í því hversu stór sigurinn yrði á endanum. Afleit frammistaða hjá heimamönnum í alla staði en Jovan Kukobat var líklegast þeirra eini leikmaður sem var nálægt því að standa undir væntingum. Tólf leikmenn gestanna komust á blað í leiknum. Theodór Sveinbjörnsson og Róbert Aron Horstert skoruðu flest mörk eða sex. Hjá Akureyringum skoraði Bjarni Fritzson sex mörk. Eyjamenn hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Akureyringar hafa unnið einn af þremur. Gunnar Magnússon: 24 marka sveifla milli leikja„Við áttum auðvitað von á hörkuleik enda alltaf erfitt að koma hingað norður,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV eftir leik. „Við vorum bara frábærir í dag. Vörnin góð, markvarslan einnig og sóknin öguð. Virkilega ánægður með strákana í dag. Það stigu allir upp í dag, allir gerðu sitt. Þegar það gerist þá erum við bara helvíti góðir.“ Það er töluvert um sveiflur í leik ÍBV það sem af er tímabils. „Já, þú sérð það að núna er 24 marka sveifla milli leikja frá heimavelli og yfir á erfiðan útivöll fyrir norðan. Núna þurfum við að ná Eyjamönnum niður á jörðina, þeir eiga það til að fara of hátt upp eftir sigra. Núna er það okkar verkefni að ná mönnum niður á jörðina aftur og undirbúa leikinn gegn FH.“ Er stefnan sett á toppbaráttu? „Við ætluðum að komast í gegnum þessa byrjun og erum komnir með fjögur stig og þau eru ekki tekin af okkur. Við erum ánægðir með þessa byrjun en við tökum þetta bara leik fyrir leik. Ef við ætlum að vera með í toppbaráttu þá þurfum við að geta strítt liðum eins og FH og Haukum, við sjáum hvernig þetta fer í næsta leik.“ Heimir Örn Árnason: Algjör aftakaHeimir Örn Árnason„Þetta var bara algjör aftaka,“ sagði Heimir þungur á brún strax eftir leik. „Ég held að það sé erfitt að finna eitthvað gott til að taka úr þessum leik. Við komumst varla í vörn síðasta korterið í fyrri hálfleiknum. Við vorum með einhverja 18 tapaða bolta sem er allavega tíu of mikið.“ Var þetta bara einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? „Já en það er sama. Menn verða að líta í eigin barm núna og læra af þessu, við viljum ekki mæta svona til leiks eins og aumingjar aftur. Þessi heimavöllur á bara að vera vígi. Ég veit ekki hvort að leiktíminn hafi farið svona agalega í menn en þeir eiga nú að vera reynslumeiri en það í þessum bolta. Næsti leikur er HK úti og ef menn ætla að spila svona þá fer það ekki vel. Mjög erfiður útivöllur þar sem þeir náðu jafntefli á móti FH. Þeir hafa þannig séð engu að tapa og mæta því alltaf dýrvitlausir.
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira