Leikmaður Aftureldingar kýldi dómarann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 22:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Aðsend Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.
Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira