Hlutabréf Tesla féllu um 290 milljarða við einn bruna Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2013 11:15 Í síðustu viku kviknaði í Tesla Model S bíl er han ók yfir stóran málmhlut. Við það hafa rafhlöður bílsins, sem eru undir honum öllum milli fram- og afturhjólanna, rifnað svo hressilega að eldur kviknaði. Það varð reyndar til þess að bíllinn brann allvel. Þessi eini bruni hefur orðið til þess að hlutabréf í Tesla hafa lækkað á markaði um eina 290 milljarða króna. Það er ansi dýr bruni, ekki síst í ljósi þess að það kviknar í venjulegum bensínbílum á hverjum degi og þá er sprengihætta talsvert meiri en í tilviki rafbíla. Reyndar kviknar í 180 þúsund bensín bílum í heiminum á hverju ári. Því ætti þessi eini bruni þessa bíls ekki að sjokkera tilvonandi kaupendur hans. Þessi lækkun hlutabréfvirðis Tesla segir nokkuð um þá histeríu sem getur gert vart við sig þegar um nýja tækni er að ræða. Hræðslu almennings ætti vart að gæta fyrr en þetta endurtekur sig, eða þá helst fyrst ef að bruni rafbíla verður algengari en í bensínbílum. Líklega verður það þó seint. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent
Í síðustu viku kviknaði í Tesla Model S bíl er han ók yfir stóran málmhlut. Við það hafa rafhlöður bílsins, sem eru undir honum öllum milli fram- og afturhjólanna, rifnað svo hressilega að eldur kviknaði. Það varð reyndar til þess að bíllinn brann allvel. Þessi eini bruni hefur orðið til þess að hlutabréf í Tesla hafa lækkað á markaði um eina 290 milljarða króna. Það er ansi dýr bruni, ekki síst í ljósi þess að það kviknar í venjulegum bensínbílum á hverjum degi og þá er sprengihætta talsvert meiri en í tilviki rafbíla. Reyndar kviknar í 180 þúsund bensín bílum í heiminum á hverju ári. Því ætti þessi eini bruni þessa bíls ekki að sjokkera tilvonandi kaupendur hans. Þessi lækkun hlutabréfvirðis Tesla segir nokkuð um þá histeríu sem getur gert vart við sig þegar um nýja tækni er að ræða. Hræðslu almennings ætti vart að gæta fyrr en þetta endurtekur sig, eða þá helst fyrst ef að bruni rafbíla verður algengari en í bensínbílum. Líklega verður það þó seint.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent