Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2013 15:53 Flugslysið varð þann 5. ágúst síðastliðinn. Tveir dóu í slysinu en einn komst lífs af. Áframhaldandi rannsóknir verða gerðar á braki flugvélarinnar sem fórst í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Brak vélarinnar hefur verið flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa til frekari rannsóknar, að því er segir í bráðabirgðaskýrslu frá nefndinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvers vegna flugvélin missti hæð en í áframhaldandi rannsókn verður flak flugvélarinnar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar. Í bráðabirgðaskýrslunni segir að við brotlendinguna hafi kviknað eldur og vængir og stél losnað frá skrokki flugvélarinnar. Skrokkur vélarinnar hafi brotnað og hafnað um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð. Við vettvangsrannsókn mátti sjá að vængbörð og hjól voru uppi. Í skýrslunni segir að tveggja manna áhöfn vélarinnar, TF-MYX, hafi lagt af stað ásamt sjúkraflutningamanni frá Akureyri til Hornafjarðar klukkan 10.21 í þeim tilgangi að sækja þar sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Eftir að hafa flutt sjúklinginn til Reykjavíkur var áætlað snúa aftur til Akureyrar. Fyrir flugið frá Reykjavíkurflugvelli voru settir 738 lítrar af eldsneyti á flugvélina. Þyngdar- og jafnvægisútreikningar voru gerðir fyrir þetta flug og sýndu þeir að flugvélin var innan þyngdar- og jafnvægismarka. Vélin lagði svo af stað rétt fyrir eitt frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Akureyrar. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Skömmu síðar hafði flugturninn samband við áhöfnina á TF-MYX og tilkynnti að Fokker flugvél væri að fara á loft til norðurs og óskaði eftir því að áhöfnin myndi fylgjast með umferð. Áhöfn á TF-MYX staðfesti það, var þá við Kristnes og sagðist halda sig vestarlega. TF-MYX var flogið í átt að akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg. Þegar flugvélinni nálgaðist akstursíþróttabrautina í vinstri beygju, misst hún hæð og vinstri vængur hennar snerti jörð við hægri hlið akstursíþróttabrautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Áframhaldandi rannsóknir verða gerðar á braki flugvélarinnar sem fórst í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Brak vélarinnar hefur verið flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa til frekari rannsóknar, að því er segir í bráðabirgðaskýrslu frá nefndinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvers vegna flugvélin missti hæð en í áframhaldandi rannsókn verður flak flugvélarinnar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar. Í bráðabirgðaskýrslunni segir að við brotlendinguna hafi kviknað eldur og vængir og stél losnað frá skrokki flugvélarinnar. Skrokkur vélarinnar hafi brotnað og hafnað um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð. Við vettvangsrannsókn mátti sjá að vængbörð og hjól voru uppi. Í skýrslunni segir að tveggja manna áhöfn vélarinnar, TF-MYX, hafi lagt af stað ásamt sjúkraflutningamanni frá Akureyri til Hornafjarðar klukkan 10.21 í þeim tilgangi að sækja þar sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Eftir að hafa flutt sjúklinginn til Reykjavíkur var áætlað snúa aftur til Akureyrar. Fyrir flugið frá Reykjavíkurflugvelli voru settir 738 lítrar af eldsneyti á flugvélina. Þyngdar- og jafnvægisútreikningar voru gerðir fyrir þetta flug og sýndu þeir að flugvélin var innan þyngdar- og jafnvægismarka. Vélin lagði svo af stað rétt fyrir eitt frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Akureyrar. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Skömmu síðar hafði flugturninn samband við áhöfnina á TF-MYX og tilkynnti að Fokker flugvél væri að fara á loft til norðurs og óskaði eftir því að áhöfnin myndi fylgjast með umferð. Áhöfn á TF-MYX staðfesti það, var þá við Kristnes og sagðist halda sig vestarlega. TF-MYX var flogið í átt að akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg. Þegar flugvélinni nálgaðist akstursíþróttabrautina í vinstri beygju, misst hún hæð og vinstri vængur hennar snerti jörð við hægri hlið akstursíþróttabrautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13