Stærsti vörubíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 13:15 Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent
Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent