Nýr Suzuki SX4 S-Cross frumsýndur um helgina Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 08:45 Suzuki SX4 S-Cross Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent
Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent