ÍBV slátraði HK-mönnum í Digranesinu, 28-37, í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag.. Heimamenn áttu skelfilegan fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þar.
Gestirnir byrjuðu vel í leiknum og komust fljótlega í þriggja marka forystu, 1-4, en þá vöknuðu HK-menn og jöfnuðu leikinn í, 4-4, á fimmtu mínútu. HK-ingar virtust lamast eftir þennan fína kafla hjá þeim og ÍBV gekk á lagið.
Eyjamenn skoruðu sjö mörk í röð og staðan orðin, 7-18. Eyjamenn með ellefu marka forystu eftir 23. mínútna leik. Heimamenn að spila skelfilega og þá sérstaklega í sókninni þar sem þeir töpuðu hverjum boltanum á eftir öðrum. Eyjamenn refsuðu HK-ingum hvað eftir annað með hraðaupphlaupsmarki í bakið á þeim og forystan jókst.
Þegar flautað var til hálfleiks voru Eyjamenn með tólf marka forystu, 12-24, og útlitið ekki gott fyrir heimamenn í HK.
HK rankaði við sér í seinni hálfleik og spiluðu ágætlega á köflum. Eyjamenn rúlluðu á mörgum leikmönnum og minni spámenn fengu að spila. HK tókst ekki að komast aftur inn í leikinn og Eyjamenn sigruðu með níu mörkum. Andri Heimir Friðriksson og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu báðir 9 mörk fyrir ÍBV í leiknum og þá varði Haukur Jónsson 21 skot í markinu, þar af eitt vítakast.
Hjá heimamönnum var Garðar Svansson með 6 mörk og Björn Ingi Friðþjófsson varði 11 skot. Hann átti fínan leik í síðari hálfleik.
ÍBV sýndi í dag að þeir eru með hörkulið og til alls líklegir í vetur.
Umfjöllun: HK - ÍBV 28-37 Eyjamenn slátruðu HK
Sigmar Sigfússon skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti
Fleiri fréttir
