Gamla Haukakempan Petr Baumruk sinnir því starfi á Ásvöllum og hann hefur þann vana að standa fyrir aftan ritaraborðið meðan á leikjum stendur.
Hann á son í Haukaliðinu, Adam, og Petr missti stjórn á skapi sínu er dómarar leiksins dæmdu ekki víti er brotið var á syninum samkvæmt heimildum Vísis.
Hann rauk þá í Ólaf Örn eftirlitsdómara og komst þangað þó svo Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, hefði reynt að hanga í honum.
Ólafur Örn neyddist til þess að stöðva leikinn svo hann gæti róað Baumruk og komið honum burt frá borðinu. Það gerði Baumruk að lokum.
Ekki er búist við því að eftirmálar verði af þessari uppákomu.

