Sprenging í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 08:45 Maserati Ghibli Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent