Innlent

Illugi stefnir að styttingu framhaldsskólanáms

Samúel Karl Ólason skrifar
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Skjáskot úr Stóru málin
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarráðherra sagðist ætla að stytta framhaldsskólanám í Stóru málunum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mér finnst að röksemdarfærslan þurfi að vera þannig, að þeir sem eru þeirrar skoðunar að við Íslendingar einir eigum að hafa 14 ár þegar allir aðrir hafa 13 og 12, það þarf að rökstyðja það sérstaklega."

Illugi horfir frekar á styttingu framhaldsskóla frekar en grunnskóla og finnst málið aðeins viðkvæmara hvað varðar grunnskólana. „Ég held að þar eigum við möguleika á að hafa mjög sveigjanleg skilin á milli grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig að þeir krakkar sem hafi þroska til þess og undirbúning eigi auðveldara með að halda áfram og hinir fái þá tíma til að undirbúa sig." Illugi telur tækifæri liggja í því að skilgreina framhaldsskóla upp á nýtt.

Illugi sér styttingu framhaldssólanáms ekki fyrir sér sem sparnaðaraðgerð og ekki eigi að ræða um það út frá sparnaði. Að frekar snúi þetta að tíma nemenda. „Nemendurnir eiga tímann, ekki hið opinbera. Þess vegna ber okkur skylda til þess að setja upp kerfi sem gerir þeim kleyft að nýta sinn tíma vel. Mér finnst þetta mál snúast um það í hvaða stöðu þau eru gagnvart jafnöldrum sínum í öðrum löndum svo þau hafi að minnsta kosti sömu tækifæri og þau," sagði Illugi.



Stóru málin eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:20 á mánudagskvöldum og eru í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×