Smábíll Mitsubishi til BNA Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2013 10:45 Litlir og kraftlausir bílar hafa ekki hingað til höfðað til Bandaríkjamanna. Þess athygliverðari er sú hugmynd Mitsubishi að reyna að selja þennan 850 kílóa bíl, sem heitir Mirage, í landi eyðsluhákanna. Á undanförnum árum hefur Bandaríkjamönnum reyndar lærst að kaupa smærri bíla, en svo er spurning hversu langt þeir eru viljugir til að ganga. Mirage er með 79 hestafla vél með 1,2 lítra sprengirými, sem flestum Bandaríkjamönnum þætti hæfilegt fyrir slátturvél og hún er aðeins þriggja strokka. Bíllinn er 11,2 sekúndur í hundraðið og ekki er víst að það líðist víða þar vestra. Það besta við þennan bíl er náttúrulega verðið, en hann mun kosta 1.585.000 krónur. Þessi bíll verður eyðslugrennsti bensínbíllinn sem boðinn er án Hybrid kerfis í Bandaríkjunum og eyðir 5,9 lítrum, sem þætti reyndar ekkert sérstakt fyrir lítinn dísilbíl. Ekki áætlar Mitsubishi að selja gríðarmarga Mirage bíla vestra, eða 7.200 á ári. Það virðist hóflegt í ljósi þess að þegar hafa verið pantaðir 6.600 bílar af bandarískum bílasölum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Litlir og kraftlausir bílar hafa ekki hingað til höfðað til Bandaríkjamanna. Þess athygliverðari er sú hugmynd Mitsubishi að reyna að selja þennan 850 kílóa bíl, sem heitir Mirage, í landi eyðsluhákanna. Á undanförnum árum hefur Bandaríkjamönnum reyndar lærst að kaupa smærri bíla, en svo er spurning hversu langt þeir eru viljugir til að ganga. Mirage er með 79 hestafla vél með 1,2 lítra sprengirými, sem flestum Bandaríkjamönnum þætti hæfilegt fyrir slátturvél og hún er aðeins þriggja strokka. Bíllinn er 11,2 sekúndur í hundraðið og ekki er víst að það líðist víða þar vestra. Það besta við þennan bíl er náttúrulega verðið, en hann mun kosta 1.585.000 krónur. Þessi bíll verður eyðslugrennsti bensínbíllinn sem boðinn er án Hybrid kerfis í Bandaríkjunum og eyðir 5,9 lítrum, sem þætti reyndar ekkert sérstakt fyrir lítinn dísilbíl. Ekki áætlar Mitsubishi að selja gríðarmarga Mirage bíla vestra, eða 7.200 á ári. Það virðist hóflegt í ljósi þess að þegar hafa verið pantaðir 6.600 bílar af bandarískum bílasölum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent