RIFF fær góða umfjöllun erlendis Freyr Bjarnason skrifar 15. október 2013 13:22 Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar. fréttablaðið/pjetur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög