Ford ætlar á lúxusbílamarkaðinn Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 10:15 Ford Mondeo Vignale Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent
Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent