Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir urðu í dag sænskir meistarar í annað skiptið á þremur árum eftir að LdB Malmö vann 2-0 heimasigur á Umeå í næstsíðustu umferð sænsku kvennadeildarinnar. Malmö þurfti bara eitt stig til þess að tryggja sér titilinn en liðið er með sex stiga forskot á Tyresö þegar aðeins ein umferð er eftir.
Sara Björk skoraði annað mark Malmö í leiknum á 33. mínútu en það fyrra skoraði hollenska landsliðskonan Manon Melis á 20. mínútu leiksins. Sara skoraði markið sitt eftir sendingu frá Linu Nilsson. Þóra og Sara léku allan leikinn.
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, lék allan tímann í vörn Umeå-liðsins en þetta var næstsíðasti leikur hennar á ferlinum.
Þetta var tíundi sigurleikur Malmö í röð eftir að deildin byrjaði aftur eftir EM-fríið og Þóra hefur haldið marki sínu hreinu í átta af þessum tíu leikjum.
Sara Björk var að skora sitt áttunda deildarmark á tímabilinu og er hún fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir þeim Önju Mittag, Ramonu Bachmann og Manon Melis.
Malmö vann titilinn einnig árið 2011 og missti síðan af honum til Tyresö á dramatískan hátt í fyrra þegar liðin mættust í óopinberum úrslitaleik í lokaumferðinni.
Sara skoraði þegar hún og Þóra urðu sænskir meistarar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn





Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

Salah bestur og Gravenberch besti ungi
Enski boltinn

Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli
Fótbolti