Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 23-24 | FH-ingar sóttu tvö stig út í Eyjar Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 13. október 2013 14:30 Sigurður Ágústsson var hetja FH-inga í Eyjum í dag. Mynd/Valli FH-ingar sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í dag en lokatölur urðu 23-24. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en úrslitin réðust á seinustu sekúndunum þegar að Sigurður Ágústsson fór inn af línunni og skoraði framhjá Hauki Jónssyni. Beðið var eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu en Eyjamenn hefðu getað lyft sér á toppinn með sigri en bæði lið hafa byrjað mótið með miklum ágætum. Í byrun leiks sást strax í hvað stefndi en mikil grimmd var í leikmönnum beggja liða. Eyjamenn náðu forystunni þegar leið á hálfleikinn en Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í marki FH-inga en hann varði hvert skotið á fætur öðru. Eyjamenn héldu þriggja marka forystu alveg upp að stöðunni 10-7 en þá spýttu gestirnir úr Hafnarfirðinum í lófana og komust einu marki yfir 10-11 en þannig var staðan í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði jafnvel og sá fyrri en jafnt var á flest öllum tölum. Í stöðunni 14-13 fyrir heimamenn var Magnúsi Óla Magnússyni vísað af velli eftir viðskipti sín við Grétar Rafn Eyþórsson en á þeim tímapunkti var Magnús markahæstur gestanna. Í stöðunni 15-15 tóku FH-ingar á rás og komust tveimur mörkum yfir en það var forysta sem að þeir ætluðu ekki að missa frá sér. Sindri Haraldsson jafnaði leikinn fyrir heimamenn þegar að hann kastaði sér aftur fyrir sig og lagði boltann nánast í markið. Aftur varð jafnt í stöðunni 22-22 en þá fékk Grétar Þór Eyþórsson tveggja mínútna brottvísun í það mund sem að Halldór Ingi Jónasson kom gestunum yfir og voru Eyjamenn því einum manni færri seinustu andartök leiksins. Eyjamenn unnu boltann þegar að dæmdur var ruðningur á Einar Rafn Eiðsson markahæsta leikmann FH-liðsins og fóru fram völlinn til þess að skora sigurmarkið. Agnari Smára Jónssyni brást bogalistinn en hann vildi meina að brotið hefði verið á sér í skotinu. FH-ingum var alveg sama um mótmæli heimamenn og geystust upp völlinn með þeim afleiðingum að Sigurður Ágústsson fékk dauðafæri á línunni, en hann þakkaði pent fyrir sig og skaut boltanum yfir hausinn á Hauki Jónssyni. Sigur FH-inga var kærkominn en þeir lyfta sér í þriðja sæti deildarinnar einu stigi á eftir toppliðum Fram og ÍR. Gunnar Magnússon: Vissum að við þyrftum að eiga toppleik„Mér fannst þetta vera fínn leikur að okkar hálfu. Við vorum frábærir varnarlega en sóknarlega vorum við í vandræðum, skytturnar voru kaldar og Daníel var okkur erfiður í markinu,“ sagði Gunnar Magnússon en hann var að vonum nokkuð ósáttur með úrslitin þó svo að hann hafi getað tekið nokkra ljósa punkta úr leiknum. Eyjamenn hafa byrjað leiktíðina ágætlega en hafa ekki en unnið heimaleik en að sama skapi ekki tapað útileik. „Við ætluðum að koma grimmir til leiks, við vissum einnig að við þyrftum að eiga toppleik til þess að vinna hér í dag. Við vorum nálægt því en það er ekki nóg,“ sagði Gunnar en stuðningur á leiknum í dag var nokkuð lítill til að byrja með en jókst svo jafnt og þétt með spennustigi leiksins. Einar Andri: Sýnum ótrúlegan karakter„Ég alveg ótrúlega ánægður með liðið, það vantaði þrjá lykilmenn og við missum einn útaf með rautt spjald. Mér fannst við sýna ótrúlegan karakter,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH-inga sem var að vonum gríðarlega sáttur í leikslok. „Við lögðum leikinn upp bara á seinustu stundu en það vegna þess að við missum menn út í morgun. Við reyndum að setja saman vörn sem myndi berjast og menn sem myndu leggja allt í þetta,“ sagði Einar en Ásbjörn Friðriksson og Ragnar Jóhannsson gátu ekki spilað í dag. Magnúsi Óla Magnússyni var vísað af velli á sjöttu mínútu seinni hálfleiks í dag fyrir að hrinda Grétari Þór Eyþórssyni í jörðina eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður til þess að hlúa að meiðslum Magnúsar. „Mér fannst þetta harður dómur, hann ýtir honum vissulega en ég hef oftar séð tvær mínútur á þetta heldur en rautt,“ sagði Einar í leikslok, ekki liggur fyrir hvort að skýrsla hafi fylgt rauða spjaldinu en gaman verður að fylgjast með því. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
FH-ingar sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í dag en lokatölur urðu 23-24. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en úrslitin réðust á seinustu sekúndunum þegar að Sigurður Ágústsson fór inn af línunni og skoraði framhjá Hauki Jónssyni. Beðið var eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu en Eyjamenn hefðu getað lyft sér á toppinn með sigri en bæði lið hafa byrjað mótið með miklum ágætum. Í byrun leiks sást strax í hvað stefndi en mikil grimmd var í leikmönnum beggja liða. Eyjamenn náðu forystunni þegar leið á hálfleikinn en Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í marki FH-inga en hann varði hvert skotið á fætur öðru. Eyjamenn héldu þriggja marka forystu alveg upp að stöðunni 10-7 en þá spýttu gestirnir úr Hafnarfirðinum í lófana og komust einu marki yfir 10-11 en þannig var staðan í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði jafnvel og sá fyrri en jafnt var á flest öllum tölum. Í stöðunni 14-13 fyrir heimamenn var Magnúsi Óla Magnússyni vísað af velli eftir viðskipti sín við Grétar Rafn Eyþórsson en á þeim tímapunkti var Magnús markahæstur gestanna. Í stöðunni 15-15 tóku FH-ingar á rás og komust tveimur mörkum yfir en það var forysta sem að þeir ætluðu ekki að missa frá sér. Sindri Haraldsson jafnaði leikinn fyrir heimamenn þegar að hann kastaði sér aftur fyrir sig og lagði boltann nánast í markið. Aftur varð jafnt í stöðunni 22-22 en þá fékk Grétar Þór Eyþórsson tveggja mínútna brottvísun í það mund sem að Halldór Ingi Jónasson kom gestunum yfir og voru Eyjamenn því einum manni færri seinustu andartök leiksins. Eyjamenn unnu boltann þegar að dæmdur var ruðningur á Einar Rafn Eiðsson markahæsta leikmann FH-liðsins og fóru fram völlinn til þess að skora sigurmarkið. Agnari Smára Jónssyni brást bogalistinn en hann vildi meina að brotið hefði verið á sér í skotinu. FH-ingum var alveg sama um mótmæli heimamenn og geystust upp völlinn með þeim afleiðingum að Sigurður Ágústsson fékk dauðafæri á línunni, en hann þakkaði pent fyrir sig og skaut boltanum yfir hausinn á Hauki Jónssyni. Sigur FH-inga var kærkominn en þeir lyfta sér í þriðja sæti deildarinnar einu stigi á eftir toppliðum Fram og ÍR. Gunnar Magnússon: Vissum að við þyrftum að eiga toppleik„Mér fannst þetta vera fínn leikur að okkar hálfu. Við vorum frábærir varnarlega en sóknarlega vorum við í vandræðum, skytturnar voru kaldar og Daníel var okkur erfiður í markinu,“ sagði Gunnar Magnússon en hann var að vonum nokkuð ósáttur með úrslitin þó svo að hann hafi getað tekið nokkra ljósa punkta úr leiknum. Eyjamenn hafa byrjað leiktíðina ágætlega en hafa ekki en unnið heimaleik en að sama skapi ekki tapað útileik. „Við ætluðum að koma grimmir til leiks, við vissum einnig að við þyrftum að eiga toppleik til þess að vinna hér í dag. Við vorum nálægt því en það er ekki nóg,“ sagði Gunnar en stuðningur á leiknum í dag var nokkuð lítill til að byrja með en jókst svo jafnt og þétt með spennustigi leiksins. Einar Andri: Sýnum ótrúlegan karakter„Ég alveg ótrúlega ánægður með liðið, það vantaði þrjá lykilmenn og við missum einn útaf með rautt spjald. Mér fannst við sýna ótrúlegan karakter,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH-inga sem var að vonum gríðarlega sáttur í leikslok. „Við lögðum leikinn upp bara á seinustu stundu en það vegna þess að við missum menn út í morgun. Við reyndum að setja saman vörn sem myndi berjast og menn sem myndu leggja allt í þetta,“ sagði Einar en Ásbjörn Friðriksson og Ragnar Jóhannsson gátu ekki spilað í dag. Magnúsi Óla Magnússyni var vísað af velli á sjöttu mínútu seinni hálfleiks í dag fyrir að hrinda Grétari Þór Eyþórssyni í jörðina eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður til þess að hlúa að meiðslum Magnúsar. „Mér fannst þetta harður dómur, hann ýtir honum vissulega en ég hef oftar séð tvær mínútur á þetta heldur en rautt,“ sagði Einar í leikslok, ekki liggur fyrir hvort að skýrsla hafi fylgt rauða spjaldinu en gaman verður að fylgjast með því.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira