Alonso bætti stigamet Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2013 10:48 Fernando Alonso. Mynd/NordicPhotos/Getty Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig. Formúla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig.
Formúla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira