Íslendingaliðið LdB Malmö er í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sterkan 1-3 útisigur á norska liðinu Lilleström í kvöld.
Þetta var fyrri leikur liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar. Malmö á síðari leikinn eftir heima.
Þóra Helgadóttir stóð í marki Malmö allan leikinn og Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði einnig allan leikinn á miðjunni.
Einn af markaskorurum Malmö í leiknum var svissneski framherjinn, Ramona Bachmann, en hún gerði íslenska landsliðinu lífið leitt í landsleik á dögunum.
