Lexus IS bíll ársins hjá Esquire Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 08:45 Lexus IS Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira