Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, myndi glaður snúa til baka í hringinn og mæta Wladimir Klitschko en aðeins fyrir rétt verð.
Lewis er 48 ára gamall og barðist síðast fyrir um áratug síðan, en hann sagði í viðtali við Daily Mail á dögunum að hann myndi snúa til baka fyrir 100 milljónir dollara eða rúmlega tólf milljarða íslenskra króna.
Þetta mun vera langhæsta upphæð í sögu hnefaleika en Floyd Mayweather fékk helmingi minni fjárhæð eftir sigurinn á Saul Alvarez í september.
„Þetta er það verð sem ég set upp,“ sagði Lewis.
„Ég hef sagt ákveðnum mönnum að ég verði klár á sex mánuðum. Ég sagði á sínum tíma að það myndi kosta 50 milljónir dollara að koma mér úr náttfötunum og í hringinn en ég verð að hugsa um mannorð mitt sem hnefaleikmaður. Ég er enn ósigraður og það er magnað afrek.“
Lewis hefur ávallt sagt að hann hafi engan áhuga á því að snúa til baka en hann lagði hanskana á hilluna eftir að hann vann Vitali Klitschko í júní 2003.
Það kostar 12 milljarða að fá Lewis aftur í hringinn
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn


