Íhlutaskortur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 10:15 Bandarískir bílaframleiðendur gætu átt í vandræðum með framleiðslu bíla sinna á næsta ári vegna íhlutaskorts í rafkerfi þeirra. Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent