10 milljón Mazda bílar seldir í BNA Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2013 11:45 Hin heppna Laura með 10.000.000 Mazda bílinn. Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent