Randers og FC Kaupmannahöfn skildu jöfn 1-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers líkt og Ragnar Sigurðsson gerði fyrir FCK.
Rúrik Gíslason lék síðustu 27 mínútur leiksins fyrir FCK.
Randers komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Nicolai Brock-Madsen skoraði.
Allt benti til þess að Randers næði að innbyrða mikilvægan sigur á heimavelli en allt kom fyrir ekki því Lars Jacobsen jafnaði metin á 91. mínútu og tryggði FCK stig.
Theodór Elmar fékk að líta gula spjaldið á 15. mínútu en Randers er nú í 9. sæti með 15 stig eftir 13 leiki og FCK í 6. sæti með 17 stig í mjög jafnri deild.
Jafnt í Íslendingaslagnum í Danmörku
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn