Vettel heimsmeistari fjórða árið í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. október 2013 11:09 Vettel er langbestur í Formúla 1 MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Sebastian Vettel á Red Bull vann Indlandskappaksturinn nú í morgun og tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 kappakstrinum fjórða árið í röð. Aðeins liðsfélagi Vettel á Red Bull, Mark Webber, veitti Vettel einhverja keppni í kappakstrinum í morgun en gírkassinn bilaði hjá Webber þegar 16 hringir voru eftir og féll hann því úr leik og þar með gat ekkert ógnað sigri Þjóðverjans. Fernando Alonso átti einn möguleika á að ná Vettel að stigum fyrir kappaksturinn í Indlandi en Alonso hefði þurft að ná öðru af tveimur efstu sætunum til að eiga möguleika. Það varð ljóst strax í upphafi að það yrði erfitt því framvængur Alonso skemmdist í upphafi kappakstursins og endaði Alonso í 11. sæti að lokum. Nico Rosberg á Mercedes hafnaði í öðru sæti og Romain Grosjean á Lotus í þriðja sæti. Vettel er aðeins 26 ára gamall og er fyrsti ökumaðurinn til að vinna sína fyrstu fjóra titla á jafn mörgum árum. Formúla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull vann Indlandskappaksturinn nú í morgun og tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 kappakstrinum fjórða árið í röð. Aðeins liðsfélagi Vettel á Red Bull, Mark Webber, veitti Vettel einhverja keppni í kappakstrinum í morgun en gírkassinn bilaði hjá Webber þegar 16 hringir voru eftir og féll hann því úr leik og þar með gat ekkert ógnað sigri Þjóðverjans. Fernando Alonso átti einn möguleika á að ná Vettel að stigum fyrir kappaksturinn í Indlandi en Alonso hefði þurft að ná öðru af tveimur efstu sætunum til að eiga möguleika. Það varð ljóst strax í upphafi að það yrði erfitt því framvængur Alonso skemmdist í upphafi kappakstursins og endaði Alonso í 11. sæti að lokum. Nico Rosberg á Mercedes hafnaði í öðru sæti og Romain Grosjean á Lotus í þriðja sæti. Vettel er aðeins 26 ára gamall og er fyrsti ökumaðurinn til að vinna sína fyrstu fjóra titla á jafn mörgum árum.
Formúla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira