Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 30-25 | Eyjamenn á toppinn Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 26. október 2013 00:01 ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira