Pistill: Úr klefanum hjá konunum í ÍR Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson skrifar 24. október 2013 14:30 Mynd/ÍR Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR hefur ekki verið til hjá félaginu síðan á vorið 2011. Félagið tók þá skynsamlegu ákvörðun í vor 2013 að fara aftur af stað með meistaraflokk kvenna. Liðið ætlar að spila í utandeildinni í 1 ár, en koma svo inn í efstu deild kvenna keppnistímabilið 2014-2015. Þannig að leikmenn hafa eitt ár til þess að undirbúa sig fyrir stóra sviðið. Ég tók þá ákvörðun að ýta þessu verkefni af stað í ár og geri ég það af miklu stolti, þó svo að margir hafi sagt við mig að þetta væri ekki „carrier move“ hjá mér sem þjálfari að fara í utandeild kvenna. Ég aftur á móti sé þarna tækifæri til þess að koma einhverjum bolta af stað sem þarf svo að rúlla næstu árin. Mér finnst það jafnréttismál innan félagsins að leikmenn hvort sem það eru stelpur eða strákar eiga að sjá möguleika á því að þroska sinn leikferil sem meistaraflokksleikmaður hjá sínu uppeldisfélagi. Mig langar að sjá það ef dóttir mín velur að stunda handbolta þá geti hún haft þær fyrirmyndir innan félagsins sem strákarnir í félaginu hafa núna. Ég sagði á uppskeruhátíð í vor að það væri ekki hægt að ÍR væri að ala upp leikmenn fyrir önnur félög. Unglingaráð, stjórn og foreldrar eru að leggja mikla vinnu og fjármuni í uppbyggingarstarf og því er það gjörsamlega óþolandi að horfa á eftir leikmönnum fara í önnur félög af því að ÍR hefur ekkert upp á að bjóða þegar yngriflokkum lýkur. Þetta þarf ÍR að stoppa. Við eigum efnilega kvennaflokka og ef við fáum að vera í friði í 3-4 ár fyrir „þessum stóru“ félögum í kringum okkur sem sækjast stöðugt í okkar leikmenn þá tel ég að við getum verið eitt af þessum stóru liðum eftir nokkur ár. En það þarf að vanda til verka á öllum sviðum. Nú í kvöld kl. 18.00 er fyrsti leikur hjá meistaraflokki kvenna á þessu keppnistímabili og fyrsta skrefið í þá átt að endurreisa meistaraflokkinn. Því þætti okkur sem stöndum að þessu vænt um að fá stuðning í verki og mæta á leikinn og svo í framhaldi á leikina. Sjáumst í Austurbergi í kvöld kl. 18.00 Finnbogi Grétar Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR hefur ekki verið til hjá félaginu síðan á vorið 2011. Félagið tók þá skynsamlegu ákvörðun í vor 2013 að fara aftur af stað með meistaraflokk kvenna. Liðið ætlar að spila í utandeildinni í 1 ár, en koma svo inn í efstu deild kvenna keppnistímabilið 2014-2015. Þannig að leikmenn hafa eitt ár til þess að undirbúa sig fyrir stóra sviðið. Ég tók þá ákvörðun að ýta þessu verkefni af stað í ár og geri ég það af miklu stolti, þó svo að margir hafi sagt við mig að þetta væri ekki „carrier move“ hjá mér sem þjálfari að fara í utandeild kvenna. Ég aftur á móti sé þarna tækifæri til þess að koma einhverjum bolta af stað sem þarf svo að rúlla næstu árin. Mér finnst það jafnréttismál innan félagsins að leikmenn hvort sem það eru stelpur eða strákar eiga að sjá möguleika á því að þroska sinn leikferil sem meistaraflokksleikmaður hjá sínu uppeldisfélagi. Mig langar að sjá það ef dóttir mín velur að stunda handbolta þá geti hún haft þær fyrirmyndir innan félagsins sem strákarnir í félaginu hafa núna. Ég sagði á uppskeruhátíð í vor að það væri ekki hægt að ÍR væri að ala upp leikmenn fyrir önnur félög. Unglingaráð, stjórn og foreldrar eru að leggja mikla vinnu og fjármuni í uppbyggingarstarf og því er það gjörsamlega óþolandi að horfa á eftir leikmönnum fara í önnur félög af því að ÍR hefur ekkert upp á að bjóða þegar yngriflokkum lýkur. Þetta þarf ÍR að stoppa. Við eigum efnilega kvennaflokka og ef við fáum að vera í friði í 3-4 ár fyrir „þessum stóru“ félögum í kringum okkur sem sækjast stöðugt í okkar leikmenn þá tel ég að við getum verið eitt af þessum stóru liðum eftir nokkur ár. En það þarf að vanda til verka á öllum sviðum. Nú í kvöld kl. 18.00 er fyrsti leikur hjá meistaraflokki kvenna á þessu keppnistímabili og fyrsta skrefið í þá átt að endurreisa meistaraflokkinn. Því þætti okkur sem stöndum að þessu vænt um að fá stuðning í verki og mæta á leikinn og svo í framhaldi á leikina. Sjáumst í Austurbergi í kvöld kl. 18.00 Finnbogi Grétar
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira