Honda kynnir lítinn blæjubíl í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 10:30 Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent
Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent