1.700 hestafla Nissan GT-R á 402 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 10:30 Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira