Stóru málin - Landspítalinn fær meira - óþarfi skorinn niður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 22. október 2013 11:23 Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni Stóru málin Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi spítalamál við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alþingis, og Þorbjörn Jónsson, formann Læknafélags Íslands - og tómatastóriðju við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.Vill ekki afnema skattalækkun fyrir Landspítala Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill ekki afnema 0,8% lækkun á tekjuskatti í milliskattþrepi – þótt það gæti skilað ríkissjóði um 5 milljörðum króna, öllu meira en Landspítalinn telur að þurfi til að hefja uppbyggingu starfseminnar að nýju. Hún segir fjárlaganefnd hins vegar þegar hafa fundið „óþarfa“ í öðrum fjárlagaliðum sem hún telur að hægt sé að skera niður til að auka fé til Landspítalans í fjárlögum ársins 2014.Tilbúinn að leiða verkfall lækna Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir umtalsverða hækkun á línuna fýsilegustu leiðina til að bæta kjör lækna. Örfá prósent dugi ekki til að koma í veg fyrir íslenskir læknir, sérstaklega yngri læknar, flytji til útlanda þar sem þeir séu eftirsóttur starfskraftur.Óraunhæft risagróðurhús?Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum. Hann grunar að stærstu kostnaðarliðirnir, rafmagns- og launakostnaður, standist ekki. Tilvonandi framkvæmdastjóri Esbro á Íslandi, Kristján Eysteinsson, var boðinn í þáttinn en hann afþakkaði boðið, sagði verkefnið á viðkvæmu stigi þar sem hvorki væri búið að ganga endanlega frá orkusamningum né samningum við íslenska fjárfesta. Ekki var því hægt að bera ýmis álitamál undir talsmann fyrirtækisins. Fram hefur komið í fréttum, að íslenskt fyrirtæki, Geogreenhouse ehf. sem hugðist reisa álíka stórt gróðurhús undir tómatarækt við Hellisheiðarvirkjun, hafi ekki tekist að finna fjárfesta að verkefninu. Bjarni segir þá ekki hafa talið tómatarækt til útflutnings arðbært verkefni
Stóru málin Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira