Samtals er innkoma í bandarískum kvikmyndahúsum komin yfir 170 milljón dali en á heimsvísu er miðasalan í 284 milljónum dala. Til samanburðar má nefna að framleiðslukostnaður myndarinnar var um 100 milljónir dala.
Þá hefur myndin hlotið lof gagnrýnenda og er með meðaleinkunnina 96 á vefsíðunni Metacritic, 8,6 á Imdb og gefa 97 prósent gagnrýnenda á Rotten Tomatoes myndinni góða einkunn.
Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón, en hann skrifaði handritið sjálfur ásamt syni sínum.