Kia mun framleiða GT Concept Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 08:45 Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira