Yfireftirspurn í Volkswagen XL1 Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 11:45 Ekki virðist hátt verðið hræða áhugasama kaupendur frá Volkswagen XL1, bílnum sem eyðir aðeins einum líter á hverja hundrað kílómetra. Þeir virðast nefnilega miklu fleiri en eintökin sem Volkswagen áformar að smíða, eða aðeins 250 bíla. Verðið á bílnum er 17,5 milljónir króna og það fyrir afllítinn sparibauk. Þessi bíll er þó langt á undan sinni samtíð og troðinn af tækninýjungum. Volkswagen hefur í raun ekki hugmynd um hvernig á að bregast við þessari óvæntu eftirspurn og ekki hefur verið ákveðið að framleiða fleiri en þessi 250 eintök. Volkswagen XL1 er meira og minna handsmíðaður og því er hægara sagt en gert að ákveða smíði miklu fleiri eintaka. Ein lausn vandans er sá kostur að koma bílnum í vélrænna framleiðsluferli og fjöldaframleiða hann að þeirri eftispurn sem á honum er. Volkswagen bílafjölskyldan hefur áður mætt svona eftirspurnarvandamáli, en eitt undirmerki þeirra, Bugatti ákvað að smíða aðeins 300 eintök af Veyron bílnum og staðið var við þá ákvörðun. Nú er bara spurning hvað Volkswagen gerir nú í þessu samskonar „vandamáli“. Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent
Ekki virðist hátt verðið hræða áhugasama kaupendur frá Volkswagen XL1, bílnum sem eyðir aðeins einum líter á hverja hundrað kílómetra. Þeir virðast nefnilega miklu fleiri en eintökin sem Volkswagen áformar að smíða, eða aðeins 250 bíla. Verðið á bílnum er 17,5 milljónir króna og það fyrir afllítinn sparibauk. Þessi bíll er þó langt á undan sinni samtíð og troðinn af tækninýjungum. Volkswagen hefur í raun ekki hugmynd um hvernig á að bregast við þessari óvæntu eftirspurn og ekki hefur verið ákveðið að framleiða fleiri en þessi 250 eintök. Volkswagen XL1 er meira og minna handsmíðaður og því er hægara sagt en gert að ákveða smíði miklu fleiri eintaka. Ein lausn vandans er sá kostur að koma bílnum í vélrænna framleiðsluferli og fjöldaframleiða hann að þeirri eftispurn sem á honum er. Volkswagen bílafjölskyldan hefur áður mætt svona eftirspurnarvandamáli, en eitt undirmerki þeirra, Bugatti ákvað að smíða aðeins 300 eintök af Veyron bílnum og staðið var við þá ákvörðun. Nú er bara spurning hvað Volkswagen gerir nú í þessu samskonar „vandamáli“.
Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent