Gerplustelpur vörðu Norðurlandameistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2013 14:37 Mynd/Fésbókarsíða FSÍ Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100 Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100
Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira