Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 11:19 Bæði Fox og Fred Durst vilja endurgera Málmhaus. Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“ Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndin Málmhaus hefur vakið athygli víða og nú lýsa erlendir aðilar yfir áhuga á að endurgera myndina. Annars vegar hefur 20th Century Fox-kvikmyndaverið haft samband við framleiðendur myndarinnar og hins vegar Fred Durst, söngvari númetalsveitarinnar Limp Bizkit. Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum Málmhauss, segir sig og Árna Filippusson hafa kynnst núverandi varaformanni Fox við gerð myndarinnar Prince Avalanche, en hún er endurgerð myndarinnar Á annan veg sem Davíð og Árni framleiddu. „Hann frétti af Málmhaus á meðan við vorum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hafði samband og spurði hvort við vildum senda honum eintak af myndinni. Hann hafði hugsað þetta sem hugsanlega endurgerð fyrir Fox. Þeir eru að skoða myndina núna og það eru allir mjög hrifnir og telja að hún geti orðið góð endurgerð.“ Þá hafði umboðsskrifstofa Ragnars Bragasonar samband og sagðist vera með skjólstæðing sem hafði séð myndina og langaði endilega að tala við aðstandendur hennar. „Þetta var Fred Durst úr Limp Bizkit og við hugsuðum með okkur að það gæti ekki sakað að tala við hann. Við Raggi tókum símafund við hann og í ljós kom að hann ólst upp í miðríkjum Bandaríkjanna, í hálfgerðri sveit, og hafði tengt mikið við myndina. Hann var týpa eins og Hera, hlustaði mikið á þungarokk, og lenti í svipuðu og Hera gerði í myndinni. Hann missti frænda sinn sem hann leit mikið upp til. Við ræddum þetta fram og til baka og nú er bara verið að skoða þetta nánar.“
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira