Hvítir hrafnar sagðir flögra um sali Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2013 15:15 Össur Skarphéðinsson sagði Sigrúnu Magnúsdóttur sjaldséðari en hvíta hranfa í þingsölum. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún. Landsdómur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún.
Landsdómur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira