FH vann Selfoss, 23-18, í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika.
Staðan var 12-11 fyrir heimastúlkur í hálfleik og bættu þær leik sinn enn meira í þeim síðari.
Hornamaðurinn Steinunn Snorradóttir var atkvæðamest í liði FH með tíu mörk og átti stórleik.
Kara Rún Árnadóttir skoraði sex mörk í liði Selfyssinga í kvöld.
FH er í fimmta sæti deildarinnar með sex stig en Selfyssingar í því níunda með fjögur stig.

