Undanfarið hefur mikið borið á því að karlmenn safni hári og skella því svo í snúð til að halda frá andlitinu. Sitt sýnist hverjum um þessa hártísku herramannanna.
Helgi Ómars, ljósmyndari og tískubloggari, vekur athygli á þessari tískubólu í herrahárgreiðslum á bloggi sínu.