Bíó og sjónvarp

Christian Bale gaf Ben Affleck ráð varðandi þvaglát

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bale telur að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverki Leðurblökumannsins.
Bale telur að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverki Leðurblökumannsins. mynd/getty
Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck.

„Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi.

Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“

Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×