Mikki mús 85 ára Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. nóvember 2013 16:36 Mikki var svarthvítur til að byrja með. Mikki mús, sem líklega er hægt að fullyrða að sé frægasta teiknimyndapersóna allra tíma, á afmæli í dag. Músin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 85 árum síðan í stuttmyndinni Steamboat Willie, en hún var frumsýnd þann 18. nóvember 1928. Reyndar er ósanngjarnt að minnast ekki á afmæli Mínu músar í leiðinni, en hún kom einnig fram í fyrsta sinn í fyrrnefndri teiknimynd. Það var þó Mikki sem stal sviðsljósinu og hefur verið einskonar lukkudýr Disney-samsteypunnar nánast frá byrjun. Fræg eru ummæli grínistans sáluga, George Carlin, en hann gerði grín að fjölmiðlum fyrir að halda upp á afmæli Mikka. „Það er ekki furða að enginn taki Bandaríkjamenn alvarlega þegar þeir nota fréttatímann til að upplýsa um aldur ímyndaðs nagdýrs,“ sagði grínistinn í uppistandi frá árinu 1996. Þá hefur kvikmyndavefur Yahoo! tekið saman 85 fyrirbæri sem rekja má til músarinnar frægu í tilefni afmælisins. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mikki mús, sem líklega er hægt að fullyrða að sé frægasta teiknimyndapersóna allra tíma, á afmæli í dag. Músin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 85 árum síðan í stuttmyndinni Steamboat Willie, en hún var frumsýnd þann 18. nóvember 1928. Reyndar er ósanngjarnt að minnast ekki á afmæli Mínu músar í leiðinni, en hún kom einnig fram í fyrsta sinn í fyrrnefndri teiknimynd. Það var þó Mikki sem stal sviðsljósinu og hefur verið einskonar lukkudýr Disney-samsteypunnar nánast frá byrjun. Fræg eru ummæli grínistans sáluga, George Carlin, en hann gerði grín að fjölmiðlum fyrir að halda upp á afmæli Mikka. „Það er ekki furða að enginn taki Bandaríkjamenn alvarlega þegar þeir nota fréttatímann til að upplýsa um aldur ímyndaðs nagdýrs,“ sagði grínistinn í uppistandi frá árinu 1996. Þá hefur kvikmyndavefur Yahoo! tekið saman 85 fyrirbæri sem rekja má til músarinnar frægu í tilefni afmælisins.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira