Sögulegur sigur hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2013 20:59 Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953. Formúla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953.
Formúla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira