Telur Seðlabankann kominn langt út fyrir sitt svið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2013 14:38 "Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands,“ segir Þorsteinn. „Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira