Quiz up slær met: 8 daga að ná milljón notendum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 14:50 Hið vinsæla íslenska smáforrit Quiz up hefur náð þeim stórgóða árangri að yfir milljón manns hafa sótt leikinn. Þessum áfanga var náð í gærkvöldi og það tók því aðeins 8 daga. Leikurinn er spurningaleikur en í honum keppast tveir einstaklingar hvaðanæva að úr heiminum við að svara sem flestum spurningum um ákveðið málefni rétt. Flokkarnir eru yfir 250 talsins og spurningarnar yfir hundrað þúsund. „Miðað við mörg startup, eða held ég bara öll sem ég veit um, þá held ég að þetta sé það hraðasta sem við vitum. Þessi stóru nöfn, eins og Snapchat og Instagram, það tók þessi félög yfirleitt einhverja mánuði að komast upp í milljón notendur,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla en það er fyrirtækið sem að hannaði leikinn. Nánar tiltekið tók það Instagram tvo og hálfan mánuð að ná milljón notendum, Facebook var í tíu mánuði að ná áfanganum og Twitter náði ekki upp í milljón mánuði fyrr en tveimur árum eftir að appið fór í loftið. „Þannig að þetta er nokkuð gott,“ segir Þorsteinn. Hann segir þó engan tíma hafa gefist til þess að fagna. „Við erum hérna dag og nótt að vinna við þetta.“ Fyrirtækið bjóst ekki við svo miklum áhuga en að þrátt fyrir það hafi tekist vel að halda öllum kerfum gangandi.Business week tók saman í fyrra nokkur smáforrit og hversu lengi það tók hvert og eitt að ná milljón notendum. Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Hið vinsæla íslenska smáforrit Quiz up hefur náð þeim stórgóða árangri að yfir milljón manns hafa sótt leikinn. Þessum áfanga var náð í gærkvöldi og það tók því aðeins 8 daga. Leikurinn er spurningaleikur en í honum keppast tveir einstaklingar hvaðanæva að úr heiminum við að svara sem flestum spurningum um ákveðið málefni rétt. Flokkarnir eru yfir 250 talsins og spurningarnar yfir hundrað þúsund. „Miðað við mörg startup, eða held ég bara öll sem ég veit um, þá held ég að þetta sé það hraðasta sem við vitum. Þessi stóru nöfn, eins og Snapchat og Instagram, það tók þessi félög yfirleitt einhverja mánuði að komast upp í milljón notendur,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla en það er fyrirtækið sem að hannaði leikinn. Nánar tiltekið tók það Instagram tvo og hálfan mánuð að ná milljón notendum, Facebook var í tíu mánuði að ná áfanganum og Twitter náði ekki upp í milljón mánuði fyrr en tveimur árum eftir að appið fór í loftið. „Þannig að þetta er nokkuð gott,“ segir Þorsteinn. Hann segir þó engan tíma hafa gefist til þess að fagna. „Við erum hérna dag og nótt að vinna við þetta.“ Fyrirtækið bjóst ekki við svo miklum áhuga en að þrátt fyrir það hafi tekist vel að halda öllum kerfum gangandi.Business week tók saman í fyrra nokkur smáforrit og hversu lengi það tók hvert og eitt að ná milljón notendum.
Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira