Tvíburarnir hætta á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2013 18:30 Kristin og Marie Hammarström Mynd/NordicPhotos/Getty Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
Sænsku landsliðskonurnar og tvíburarnir Kristin og Marie Hammarström hafa báðar ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en þær hafa verið lykilleikmenn í sænska landsliðinu síðustu ár. Báðar enduðu þær Kristin og Marie ferilinn sem liðsfélagar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kopparbergs/Göteborg FC en þær hófu ferilinn hjá KIF Örebro og léku þá við hlið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur. Kristin og Marie Hammarström voru báðar í liði Svía sem sló íslenska landsliðið út úr átta liða úrslitum EM í sumar. Marie Hammarström skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Kristin Hammarström hélt marki sínu hreinu í 4-0 sigri. Systurnar eru 31 árs gamlar en þær fæddust 29. mars 1982. Kristin er markvörður en Marie miðjumaður. Báðar rökstuddu þær ákvörðun sína á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. „Ég er búin að æfa á hæsta stigi í fimmtán ár og hef spilað yfir 200 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta er orðið ágætt. Fjölskylduaðstæðurnar höfðu líka áhrif. Maðurinn minn býr og vinnur í Örebro og það hefur gengið upp í eitt ár en er ekki gott fyrirkomulag. Fyrir utan það erum við að hugsa um að stofna fjölskyldu," sagði Marie Hammarström við heimasíðu sænska sambandsins. „Ég hef hugsað um það að hætta í eitt ár og ég er ánægð að ég beið með það og fékk að upplifa það að spila á EM á heimavelli. Þetta var krefjandi sumar. Sænska deildin er ekki lengur eins spennandi og það eru tvö ár í næsta stórmót sem er langur tími," sagði Kristin Hammarström um ákvörðun sína.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira