Telur jarðstrengi raunhæfan kost Svavar Hávarðsson skrifar 15. nóvember 2013 08:00 Grafík/Jónas og Svavar Jarðstengur er raunhæfur valkostur við uppbyggingu á flutningskerfi raforku hér á landi, að mati sérfræðings. Því verður að leggja jarðstreng að jöfnu við loftlínur þegar ákvörðun er tekin um einstök verkefni. Þetta er megin niðurstaða Þórhalls Hjartarssonar, framkvæmdastjóra kanadíska ráðgjafafyrirtækisins Metsco Energy Solutions, sem gerði almennan samanburð á jarðstrengjum og loftlínum að beiðni Landverndar. Tilefni úttektarinnar eru verkefni í Evrópu þar sem jarðstrengir hafa verið lagðir, og kostnaðarmunur við loftlínulögn er minni en talið hefur verið hér á landi.Tveir kostir Þó svo að loftlínur séu ríkjandi í byggingu flutningskerfa í heiminum þegar á heildina er litið, hafa tækninýjungar og lækkandi verðlag í framleiðslu jarðstrengja og búnaði þeim tengdum gert notkum þeirra sífellt vænlegri kost á síðustu áratugum. Þetta gildir um Ísland, sem önnur lönd. Útreikningar Þórhalls sýna að jarðstrengur er aðeins um 20% dýrari sé miðað við 220 kílóvolta (kV) raflínu. Enginn munur er á 132kV spennu. Viðmið Landsnets varðandi jarðstrengslagnir hefur verið að hann sé ekki tæknilega eða kostnaðarlega fýsilegur á háu spennustigi [220 kV], og kemur eingöngu til athugunar á styttri köflum og við mjög sérstakar aðstæður. Þórhallur sagði að það sem helst mælir með notkun jarðstrengja er fagurfræði- og umhverfislegt gildi, minni orkutöp, lægri rekstrarkostnaður og engin áhrif veðurs, seltu og ísingar. Hinsvegar eru loftlínur ódýrari í byggingu, auðveldari að gera við og veita meira svigrúm til aukningar á flutningsgetu. Í máli hans kom fram að ný kynslóð jarðstrengja hefur lægri bilanatíðni og þeir endast langt um lengur en eldri strengir gerðu - sennilega jafn lengi og raflínur gera, eða í um 60 ár.Tæknileg álitamál og ný kynslóð Á fundi Landverndar var augljóst að fjölmörgum tæknilegum atriðum þarf að svara varðandi málið. Ekki síst þeim sem tengjast landfræðilegum mun hér á Íslandi og erlendis. Eins nefndi skýrsluhöfundur að hafa beri hugfast hvort línuvirki fái að standa óhreyfð í 60 ár eða lengur; nýjar kynslóðir gætu haft annað í huga, eða jarðstreng eins og umhverfisumræðan í landinu hefur þróast. Sé einhver minnsti vafi á því sé loftlínan mjög vafasöm framkvæmd, enda er líftími þessara dýru mannvirkja lykilatriði þegar kostnaður, og aðrir þættir, eru metnir. Í þessu samhengi sagði Þórhallur að mikilvægt sé að meta heildaráhrif á þjóðfélag þegar ákvarðanir eru teknar um uppbyggingu raforkukerfisins - kannski ekki síst í tilliti til vaxtar ferðaþjónustunnar og efnahagslegs mikilvægis hennar.Afdráttarlaus niðurstaða Túlkun Landverndar á niðurstöðum Þórhallar er afdráttarlaus. „Ekki verði lengur skorast undan því að skoða gaumgæfilega mismunandi kosti við framtíðarhönnun meginflutningskerfisins. [..] Með samanburði umhverfisáhrifa þessara tveggja kosta má lágmarka neikvæð áhrif raforkuflutningskerfisins á umhverfi og samfélag og taka upplýstari ákvarðanir um svo mikilvægt samfélagsmál. Niðurstöður Metsco sýna svo ekki verður um villst að jarðstrengslausnum á hærri spennustigum verður ekki lengur ýtt út af borðinu á grundvelli kostnaðarmunar við loftlínur. Hugmyndir um byggingu slíkra loftlína eru meðal annars í Skagafirði, Eyjafirði, Þingeyjasýslum, á Reykjanesskaga og Sprengisandi, eins og segir í tilkynningu.Hreyfing á ráðamönnum Eins og Fréttablaðið greindi frá 21. október þá kallar Landsnet eftir stefnumótun stjórnvalda, enda séu hendur fyrirtækisins bundnar af lögum þangað til annað liggur fyrir. Lögin í landinu segja að fyrirtækið eigi að leita hagkvæmastu lausna við uppbyggingu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði í október fram skýrslu varðandi mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Þar kemur fram eindregin skoðun ráðherra að nauðsynlegt sé að stjórnvöld móti skýra stefnu um framtíðaruppbyggingu.Guðmundur Ingi Ásmundsson„Afar frjálslega farið með forsendur“„Þær niðurstöður sem við stöldrum við er að ráðgjafi Landverndar tekur undir það með okkur að það sé mun dýrara að leggja jarðstrengi en reisa loftlínur, þar að segja að framkvæmdakostnaðurinn sé hærri. Hans tölur eru svipaðar og okkar hvað það varðar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, spurður um hvort skýrsla Metsco renni ekki styrkum stoðum undir jarðstrengi sem kost við uppbyggingu raforkukerfisins. Guðmundur rengir hins vegar svokallaða líftímaútreikninga sem liggja niðurstöðu Metsco til grundvallar. „Hér snýst málið um hvernig menn túlka forsendur. Það sem við höfum lagt til grundvallar, öfugt við ráðgjafa Landverndar, er að hann gerir ekki ráð fyrir útjöfnunarstöðvum. Þær eru nauðsynlegar fyrir 120 kílómetra langan streng á 20-30 kílómetra fresti,“ segir Guðmundur. „Við gerum líka athugasemdir við að hann gefi sér að líftími jarðstrengsins sé 60 ár. Við gefum okkur að hann sé 35 ár. Það er ekki mikil reynsla komin á nýjustu strengina en framleiðendur gefa sér líftíma uppá 40 ár. Þarna munar gríðarlega miklu í útreikningum. Eins gerum við athugasemd við að ráðgjafinn styttir líftíma loftlínanna niður í 60 ár. Til eru 80 ára gamlar loftlínur - og jafnvel eldri.“ Spurður hvort hann rengi niðurstöðu skýrslunnar í öllum aðalatriðum, segir Guðmundur. „Okkur greinir á. Við fáum út að jarðstrengir séu umtalsvert dýrari og okkur finnst hann fara afar frjálslega með forsendur - og ekki hafa rök fyrir því.“ Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Jarðstengur er raunhæfur valkostur við uppbyggingu á flutningskerfi raforku hér á landi, að mati sérfræðings. Því verður að leggja jarðstreng að jöfnu við loftlínur þegar ákvörðun er tekin um einstök verkefni. Þetta er megin niðurstaða Þórhalls Hjartarssonar, framkvæmdastjóra kanadíska ráðgjafafyrirtækisins Metsco Energy Solutions, sem gerði almennan samanburð á jarðstrengjum og loftlínum að beiðni Landverndar. Tilefni úttektarinnar eru verkefni í Evrópu þar sem jarðstrengir hafa verið lagðir, og kostnaðarmunur við loftlínulögn er minni en talið hefur verið hér á landi.Tveir kostir Þó svo að loftlínur séu ríkjandi í byggingu flutningskerfa í heiminum þegar á heildina er litið, hafa tækninýjungar og lækkandi verðlag í framleiðslu jarðstrengja og búnaði þeim tengdum gert notkum þeirra sífellt vænlegri kost á síðustu áratugum. Þetta gildir um Ísland, sem önnur lönd. Útreikningar Þórhalls sýna að jarðstrengur er aðeins um 20% dýrari sé miðað við 220 kílóvolta (kV) raflínu. Enginn munur er á 132kV spennu. Viðmið Landsnets varðandi jarðstrengslagnir hefur verið að hann sé ekki tæknilega eða kostnaðarlega fýsilegur á háu spennustigi [220 kV], og kemur eingöngu til athugunar á styttri köflum og við mjög sérstakar aðstæður. Þórhallur sagði að það sem helst mælir með notkun jarðstrengja er fagurfræði- og umhverfislegt gildi, minni orkutöp, lægri rekstrarkostnaður og engin áhrif veðurs, seltu og ísingar. Hinsvegar eru loftlínur ódýrari í byggingu, auðveldari að gera við og veita meira svigrúm til aukningar á flutningsgetu. Í máli hans kom fram að ný kynslóð jarðstrengja hefur lægri bilanatíðni og þeir endast langt um lengur en eldri strengir gerðu - sennilega jafn lengi og raflínur gera, eða í um 60 ár.Tæknileg álitamál og ný kynslóð Á fundi Landverndar var augljóst að fjölmörgum tæknilegum atriðum þarf að svara varðandi málið. Ekki síst þeim sem tengjast landfræðilegum mun hér á Íslandi og erlendis. Eins nefndi skýrsluhöfundur að hafa beri hugfast hvort línuvirki fái að standa óhreyfð í 60 ár eða lengur; nýjar kynslóðir gætu haft annað í huga, eða jarðstreng eins og umhverfisumræðan í landinu hefur þróast. Sé einhver minnsti vafi á því sé loftlínan mjög vafasöm framkvæmd, enda er líftími þessara dýru mannvirkja lykilatriði þegar kostnaður, og aðrir þættir, eru metnir. Í þessu samhengi sagði Þórhallur að mikilvægt sé að meta heildaráhrif á þjóðfélag þegar ákvarðanir eru teknar um uppbyggingu raforkukerfisins - kannski ekki síst í tilliti til vaxtar ferðaþjónustunnar og efnahagslegs mikilvægis hennar.Afdráttarlaus niðurstaða Túlkun Landverndar á niðurstöðum Þórhallar er afdráttarlaus. „Ekki verði lengur skorast undan því að skoða gaumgæfilega mismunandi kosti við framtíðarhönnun meginflutningskerfisins. [..] Með samanburði umhverfisáhrifa þessara tveggja kosta má lágmarka neikvæð áhrif raforkuflutningskerfisins á umhverfi og samfélag og taka upplýstari ákvarðanir um svo mikilvægt samfélagsmál. Niðurstöður Metsco sýna svo ekki verður um villst að jarðstrengslausnum á hærri spennustigum verður ekki lengur ýtt út af borðinu á grundvelli kostnaðarmunar við loftlínur. Hugmyndir um byggingu slíkra loftlína eru meðal annars í Skagafirði, Eyjafirði, Þingeyjasýslum, á Reykjanesskaga og Sprengisandi, eins og segir í tilkynningu.Hreyfing á ráðamönnum Eins og Fréttablaðið greindi frá 21. október þá kallar Landsnet eftir stefnumótun stjórnvalda, enda séu hendur fyrirtækisins bundnar af lögum þangað til annað liggur fyrir. Lögin í landinu segja að fyrirtækið eigi að leita hagkvæmastu lausna við uppbyggingu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði í október fram skýrslu varðandi mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Þar kemur fram eindregin skoðun ráðherra að nauðsynlegt sé að stjórnvöld móti skýra stefnu um framtíðaruppbyggingu.Guðmundur Ingi Ásmundsson„Afar frjálslega farið með forsendur“„Þær niðurstöður sem við stöldrum við er að ráðgjafi Landverndar tekur undir það með okkur að það sé mun dýrara að leggja jarðstrengi en reisa loftlínur, þar að segja að framkvæmdakostnaðurinn sé hærri. Hans tölur eru svipaðar og okkar hvað það varðar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, spurður um hvort skýrsla Metsco renni ekki styrkum stoðum undir jarðstrengi sem kost við uppbyggingu raforkukerfisins. Guðmundur rengir hins vegar svokallaða líftímaútreikninga sem liggja niðurstöðu Metsco til grundvallar. „Hér snýst málið um hvernig menn túlka forsendur. Það sem við höfum lagt til grundvallar, öfugt við ráðgjafa Landverndar, er að hann gerir ekki ráð fyrir útjöfnunarstöðvum. Þær eru nauðsynlegar fyrir 120 kílómetra langan streng á 20-30 kílómetra fresti,“ segir Guðmundur. „Við gerum líka athugasemdir við að hann gefi sér að líftími jarðstrengsins sé 60 ár. Við gefum okkur að hann sé 35 ár. Það er ekki mikil reynsla komin á nýjustu strengina en framleiðendur gefa sér líftíma uppá 40 ár. Þarna munar gríðarlega miklu í útreikningum. Eins gerum við athugasemd við að ráðgjafinn styttir líftíma loftlínanna niður í 60 ár. Til eru 80 ára gamlar loftlínur - og jafnvel eldri.“ Spurður hvort hann rengi niðurstöðu skýrslunnar í öllum aðalatriðum, segir Guðmundur. „Okkur greinir á. Við fáum út að jarðstrengir séu umtalsvert dýrari og okkur finnst hann fara afar frjálslega með forsendur - og ekki hafa rök fyrir því.“
Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira