Forráðamenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 leita nú logandi ljósi að manni til þess að leysa Kimi Raikkonen af hólmi í síðustu tveim keppnum tímabilsins.
Raikkonen þarf að fara í bakaðgerð og getur því ekki tekið þátt í síðustu mótunum.
Lotus hafði samband við goðsögnina Michael Schumacher og reyndi að fá hann aftur um borð í Formúluna-vagninn en Schumacher hafnaði því boði pent.
Þjóðverjinn grýtti stýrinu aftur upp í hillu á síðasta ári en hann var þá búinn að keppa fyrir Mercedes í þrjú ár.
Lotus vantar enn mann til þess að keyra fyrir Raikkonen á næsta ári en hann hefur samið við Ferrari.
