Íslensk stuttmyndahátíð sú 5. svalasta í heimi Boði Logason skrifar 13. nóvember 2013 15:28 Frá opnunarhátíð Reykjavík Shorts & Docs fyrr á þessu ári. Íslenska stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival er fimmta „svalasta“ stuttmyndahátíð í heimi, samkvæmt kvikmyndavefsíðunni Moviemaker.com. Síðan stóð fyrir kosningu í sumar, og eru úrslitin nú ljós. Reykjavík Shorts & Docs Festival endaði í 5. sæti og segir í umsögn um íslensku hátíðina að hún hafi byrjað sem stökkpallur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn. Brynja Dögg Friðriksdóttir, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ánægð með viðurkenninguna. „Við höfum lagt áherslu að fá myndir alls staðar að úr heiminum, og hefur vakið mikla ánægju hjá gestum hátíðarinnar,“ segir hún. Hún segist vera spennt fyrir hátíðinni á næsta ári en þá fer hún fram í 12. skiptið. „Við erum núna að leita eftir stuttmyndum og heimildamyndum hjá kvikmyndagerðarfólki og vil ég hvetja fólk með nýjar myndir að senda þær inn fyrir 15. desember, en hátíðin verður haldin 3.-9. apríl.“ segir hún að lokum. Hægt er að senda inn stutt- og heimildamyndir á vefsíðu hátíðarinnar. We need your films! from scratch/post on Vimeo. Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Íslenska stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival er fimmta „svalasta“ stuttmyndahátíð í heimi, samkvæmt kvikmyndavefsíðunni Moviemaker.com. Síðan stóð fyrir kosningu í sumar, og eru úrslitin nú ljós. Reykjavík Shorts & Docs Festival endaði í 5. sæti og segir í umsögn um íslensku hátíðina að hún hafi byrjað sem stökkpallur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn. Brynja Dögg Friðriksdóttir, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ánægð með viðurkenninguna. „Við höfum lagt áherslu að fá myndir alls staðar að úr heiminum, og hefur vakið mikla ánægju hjá gestum hátíðarinnar,“ segir hún. Hún segist vera spennt fyrir hátíðinni á næsta ári en þá fer hún fram í 12. skiptið. „Við erum núna að leita eftir stuttmyndum og heimildamyndum hjá kvikmyndagerðarfólki og vil ég hvetja fólk með nýjar myndir að senda þær inn fyrir 15. desember, en hátíðin verður haldin 3.-9. apríl.“ segir hún að lokum. Hægt er að senda inn stutt- og heimildamyndir á vefsíðu hátíðarinnar. We need your films! from scratch/post on Vimeo.
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira