Handknattleiksmaðurinn Ragnar Jóhannsson, leikmaður FH, varð fyrir nokkuð slæmum meiðslum á æfingu liðsins í gær en hann fór í ökklalið.
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, staðfestir þetta í Morgunblaðinu í dag en leikmaðurinn mun ekki hafa brotnað eins og á horfðist til að byrja með.
Ragnar verður aftur á móti frá keppni í umtalsverðan tíma en liðbönd í ökkla gætu hafa skaddast eða jafnvel slitnað. Leikmaðurinn á eftir að fara í myndatöku og þá skýrast málin nánar.
Það gætu því verið nokkrir mánuðir í að þessi vinstri handar skytta snúi til baka.
