Rúrik Gíslason skoraði jöfnunarmark FCK í 1-1 jafntefli gegn Esjberg á útivelli. Rúrik og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði FCK og spiluðu allan leikinn.
Ari Freyr Skúlason spilaði allan leikinn þegar Odense steinlá á heimavelli gegn Vestsjaelland 1-3. Vestsjaelland náði þriggja marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og þrátt fyrir að Odense hafi náð að klóra í bakkan um miðbik hálfleiksins komust þeir ekki lengra.
Stigið kemur FCK upp í þriðja sæti dönsku deildarinnar með 21 stig en Midtjylland er með öruggt forskot á toppi deildarinnar með 30 stig. Odense er í sjöunda sæti eftir leiki dagsins með 18 stig, stigi fyrir ofan Esjberg sem er í fallsæti.
