Styttist í mikla uppbyggingu Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2013 13:51 Byggð, flugvöllur og gróður á svæðinu mun taka miklum breytingum á næstu misserum og árum. Mynd Vilhelm Deiliskipulagsgerð fyrir Reykjavíkurflugvöll lýkur á næstu dögum. Það þýðir að mjög styttist í að minnstu flugbraut vallarins verður lokað, en samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar mun innanríkisráðuneytið auglýsa lokun hennar samhliða auglýsingu nýs deiliskipulags vallarins.Norð-austur/suð-vestur Ríki og borg gerðu með sér samkomulag í apríl um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Hluti þess var að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð. Deiliskipulagstillagan er svo gott sem tilbúin og verður auglýst upp úr miðjum desember, en ferlið tekur rúmlega þrjá mánuði, má vænta ef allt gengur að óskum. Þar er tekið tillit til nýrrar flugstöðvarbyggingar og lendingarljósa í Skerjafirði, meðal annars. Innan borgarkerfisins skilja menn stöðuna með þeim hætti að þegar auglýsingaferli lýkur og tillagan verður samþykkt hjá borginni þá verði flugbrautinni lokað á sama tíma. Þetta helgast af því að lokun flugbrautarinnar tekur svipaðan tíma, er skilningur Fréttablaðsins. Þá verða bæði svæðin í Skerjafirði og við Hlíðarenda frjáls sem byggingarsvæði; þá verður hægt að byggja upp við Hlíðarenda og huga að deiliskipulagi byggðar í Skerjafirði. Ekki er ólíklegt að menn séu orðnir nokkuð langeygir eftir að málinu ljúki, alla vega Hlíðarendamegin, þar sem menn eru með klárt skipulag og vilja hefjast handa. Þar gæti verið um fjárfestingu upp á 25 til 30 milljarða að ræða, enda 500 íbúðir í kortunum.Nýjar vendingar Eins og kunnugt er undirrituðu fulltrúar ríkis, borgar og Icelandair samkomulag um innanlandsflug í lok október. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirrituðu samkomulagið. Strax í kjölfarið lýsti forsætisráðherra því yfir að hann legðist alfarið gegn lokun þriðju flugbrautarinnar, enda væri ekkert um hana fjallað í texta samkomulagsins. Hann sagðist reyndar vilja vinda ofan af samkomulaginu um brotthvarf brautarinnar. Þegar eftir því var gengið á þeim tíma tók Hanna Birna af allan vafa um að staðið yrði við samkomulagið við borgina frá því í apríl, að því gefnu að samsvarandi öryggisbraut í Keflavík yrði opnuð. Því er það skilningur allra innan borgarkerfisins að samkomulagið standi, þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki par sáttur við lendinguna. Stóra fréttin í samkomulaginu um innanlandsflug í október var annars að norður-suðurflugbrautin verður á sínum stað til ársins 2022, í stað 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðalskipulagstillögu borgarinnar sem var samþykkt í gær.Trén verða að víkja Í samkomulaginu frá í apríl var staðfest að trjágróður í Öskjuhlíðinni þarf að víkja fyrir öryggissjónarmiðum á þriðju brautinni; austur-vesturflugbrautinni. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafði áður hafnað kröfu Isavia um að trén yrðu fjarlægð eða lækkuð. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að Flugfélag Íslands þarf æ oftar að takmarka farþegafjölda vegna trjánna í Öskjuhlíð. Eins þarf með reglulegu millibili að skilja eftir farangur eða frakt þegar vélar taka á loft í austurátt. Þetta dregur ekki úr rökum þeirra sem vilja trén burt, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt að þau verði felld enda elstu og tignarlegustu trén á þessu vinsæla svæði. Í umfjöllun um málið í vor kom fram að til stóð að grisjunin færi fram strax um sumarið, en ekki varð af því. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem hefur dregið upp áætlun um að fella 100 grenitré í Öskjuhlíð, segir að grisjun hangi saman með öðrum atriðum í samkomulaginu. Því má vænta þess að starfsmenn garðyrkjustjóra verði á ferli við grisjun um svipað leyti og flugbrautin verður aflögð – eða á vordögum. Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Deiliskipulagsgerð fyrir Reykjavíkurflugvöll lýkur á næstu dögum. Það þýðir að mjög styttist í að minnstu flugbraut vallarins verður lokað, en samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar mun innanríkisráðuneytið auglýsa lokun hennar samhliða auglýsingu nýs deiliskipulags vallarins.Norð-austur/suð-vestur Ríki og borg gerðu með sér samkomulag í apríl um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Hluti þess var að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð. Deiliskipulagstillagan er svo gott sem tilbúin og verður auglýst upp úr miðjum desember, en ferlið tekur rúmlega þrjá mánuði, má vænta ef allt gengur að óskum. Þar er tekið tillit til nýrrar flugstöðvarbyggingar og lendingarljósa í Skerjafirði, meðal annars. Innan borgarkerfisins skilja menn stöðuna með þeim hætti að þegar auglýsingaferli lýkur og tillagan verður samþykkt hjá borginni þá verði flugbrautinni lokað á sama tíma. Þetta helgast af því að lokun flugbrautarinnar tekur svipaðan tíma, er skilningur Fréttablaðsins. Þá verða bæði svæðin í Skerjafirði og við Hlíðarenda frjáls sem byggingarsvæði; þá verður hægt að byggja upp við Hlíðarenda og huga að deiliskipulagi byggðar í Skerjafirði. Ekki er ólíklegt að menn séu orðnir nokkuð langeygir eftir að málinu ljúki, alla vega Hlíðarendamegin, þar sem menn eru með klárt skipulag og vilja hefjast handa. Þar gæti verið um fjárfestingu upp á 25 til 30 milljarða að ræða, enda 500 íbúðir í kortunum.Nýjar vendingar Eins og kunnugt er undirrituðu fulltrúar ríkis, borgar og Icelandair samkomulag um innanlandsflug í lok október. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra undirrituðu samkomulagið. Strax í kjölfarið lýsti forsætisráðherra því yfir að hann legðist alfarið gegn lokun þriðju flugbrautarinnar, enda væri ekkert um hana fjallað í texta samkomulagsins. Hann sagðist reyndar vilja vinda ofan af samkomulaginu um brotthvarf brautarinnar. Þegar eftir því var gengið á þeim tíma tók Hanna Birna af allan vafa um að staðið yrði við samkomulagið við borgina frá því í apríl, að því gefnu að samsvarandi öryggisbraut í Keflavík yrði opnuð. Því er það skilningur allra innan borgarkerfisins að samkomulagið standi, þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki par sáttur við lendinguna. Stóra fréttin í samkomulaginu um innanlandsflug í október var annars að norður-suðurflugbrautin verður á sínum stað til ársins 2022, í stað 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðalskipulagstillögu borgarinnar sem var samþykkt í gær.Trén verða að víkja Í samkomulaginu frá í apríl var staðfest að trjágróður í Öskjuhlíðinni þarf að víkja fyrir öryggissjónarmiðum á þriðju brautinni; austur-vesturflugbrautinni. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafði áður hafnað kröfu Isavia um að trén yrðu fjarlægð eða lækkuð. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að Flugfélag Íslands þarf æ oftar að takmarka farþegafjölda vegna trjánna í Öskjuhlíð. Eins þarf með reglulegu millibili að skilja eftir farangur eða frakt þegar vélar taka á loft í austurátt. Þetta dregur ekki úr rökum þeirra sem vilja trén burt, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt að þau verði felld enda elstu og tignarlegustu trén á þessu vinsæla svæði. Í umfjöllun um málið í vor kom fram að til stóð að grisjunin færi fram strax um sumarið, en ekki varð af því. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem hefur dregið upp áætlun um að fella 100 grenitré í Öskjuhlíð, segir að grisjun hangi saman með öðrum atriðum í samkomulaginu. Því má vænta þess að starfsmenn garðyrkjustjóra verði á ferli við grisjun um svipað leyti og flugbrautin verður aflögð – eða á vordögum.
Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira