Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 21-20 | Fram vann Reykjavíkurslaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 28. nóvember 2013 18:04 Fram vann frábæran 21-20 sigur gegn nágrönnunum í Val í kvöld. Fram skaust með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, en þeir eru með tólf stig. Valur er í sjötta sæti með níu stig. Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega, en eftir tíu mínútna leik leiddu gestirnir af Hlíðarenda með einu mörki, 4-3. Mikið var um tæknifeila og bæði liðin voru að gera sig sek um klaufaleg mistök. Framarar söknuðu Sigfúsar Pálar skiljanlega, en hann var frá vegna meiðsla. Framarar spýttu þá aðeins í lófana og þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks, var staðan orðin 9-7 fyrir Fram. Þá skoruðu gestirnir fjögur mörk gegn einu marki Fram áður en flautan gall og staðan 10-11 fyrir Val í virkilega jöfnum fyrri hálfleik. Framarar áttu í vandræðum með Svein Aron í horninu og Hlyn Morthens í markinu í fyrri hálfleik, en Hlynur var kominn með rúmlega 40% markvörslu í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var einnig jafn og skemmtilegur, en gestirnir skoruðu tvö fyrstu mörkin. Þá var Sveini Þorgeirssyni nóg boðið og fór fyrir gestunum, en hann skoraði næstu tvö mörk fyrir heimamenn. Mikill hiti var í síðari hálfeik og barist um hvern einasta bolta, alveg eins og það á að vera í alvöru Reykjavíkurslag. Valsmenn voru ávallt skrefinu á undan, en eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik leiddu þeir með fjórum mörkum, 17-13. Framar voru þó aldrei langt undan og Garðar B. Sigurjónsson minnkaði muninn í eitt mark þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Stefán Baldvin jafnaði svo metin í 19-19 en það var í fyrsta skipti sem var jafnt síðan í stöðunni 10-10. Liðin skiptust svo á að skora og staðan hníjöfn þegar tvær mínútur voru eftir, 20-20. Framarar unnu svo boltann, Arnar Freyr Ársælsson geystist upp og skoraði. Hann var svo snöggur til baka og var mættur í vörnina þegar Guðmundur Hólmar keyrði á hann, og fiskaði á hann ruðning. Guðmundur var ekki sáttur og fékk 2ja mínútna brottvísun. Geir Guðmundsson, stórskytta Vals, átti svo síðasta skotið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka, en Stephan Nielsen varði og Framarar fögnuðu gífurlega. Fimmti sigur af fimm mögulegum í húsi hjá þeim á heimavelli. Stefán Baldvin Stefánsson, Sveinn Þorgeirsson og Stefán Darri Þórsson voru markahæstir hjá Fram með fimm mörk. Stephan Nielsen skellti einnig í lás þegar hann kom inná aftur í síðari hálfleik, en hann varði um tíu skot í leiknum öllum. Sveinn Aron Sveinsson var atkvæðamestur hjá Val með sex mörk, en næstur kom Guðmundur Hólmar með fjögur mörk. Hlynur Morthens átti fínan í dag í marki Vals og varði tíu skot.Guðlaugur: Fannst þeir mistækir „Barátta og trú á því að komast aftur inn í leikinn var það sem skóp þennan sigur hér í kvöld. Vörnin var góð og baráttan frábær. Þegar við vorum skynsamir í sókninni gekk það vel, en við vorum full fljótfærir í kvöld, eða í svona 45 mínútur," sagði Guðlaugur við Vísi eftir leik. „Það er erfitt að segja. Mér fannst við þeir mistækir. Ég ætla ekkert að drulla neitt yfir þá með það, en ég skil ekki suma dómana. Það er víti öðru megin og ekki hinu meginn. Þeir hafa átt betri dag og eiga meira inni, þeir þurfa að þola þá krítík eins og við hinir," sagði Guðlaugur aðspurður út í hvernig honum hafi fundist dómgæslan. „Við vorum langt niðri eftir tapið gegn HK. Þessir strákar eru bara þannig, við förum langt niður - en náum að spyrna okkur frá botninum. Þeir eru vel aldir upp og kunna að berjast, en það er mitt og þjálfarateymisins að ná þessum vondu leikjum í burtu." „Ég er gríðarlega ánægður með að fólkið mætti hérna í dag. Það hefur oft verið lenskan hérna að það eru fáir í húsinu, en þegar leið á leikinn var flott stemning og mikið af fólki í húsinu." „Það er útileikur gegn Haukum næst. Það verður ofboðslega erfitt. Við förum í alla leiki til að vinna og sú trú fleytir okkur í að taka sigranna."Orri Freyr: Erum betri en þeir „Sóknarleikurinn fór helst úrskeiðis. Við fáum á okkur 21 mörk, þannig varnarleikurinn var allt í lagi. Sóknarleikurinn fer með þetta og bara agaleysi hjá okkur, við erum að láta reka okkur útaf fyrir kjaft og það boðar ekki góðri lukku." „Einnig er það jákvætt að það eru ungir strákar að koma hérna inná að spila. Það er hægt að taka það jákvæða úr þessu. Við vorum bara staðir í sóknarleiknum, við erum ekki að gera hlutina sem eru æfðir á æfingum. Vorum bara lélegir." „Þetta fer auðvitað í taugarnar á mönnum að tapa á móti grönnunum. Við erum líka bara með betra lið en Fram. Þeir voru betra liðið í dag, þannig þetta er skandall hjá okkur að tapa á móti þeim. Þeir voru betri en við í fyrra, en við erum betri en þeir í ár. Þetta á ekki að vera boðlegt." „Við eigum leik gegn ÍR og svo Val 2 í bikarnum. Það er pottþéttur sigur í bikarnum, en ég vona það svo innilega að menn mæti klárir gegn ÍR. Ég þori ekki að lofa um það, en vona það. Það er ekki alltaf hægt að segja að við ætlum að gera eitthvað, við verðum að framkvæma það," sagði Orri vonsvikinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Fram vann frábæran 21-20 sigur gegn nágrönnunum í Val í kvöld. Fram skaust með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, en þeir eru með tólf stig. Valur er í sjötta sæti með níu stig. Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega, en eftir tíu mínútna leik leiddu gestirnir af Hlíðarenda með einu mörki, 4-3. Mikið var um tæknifeila og bæði liðin voru að gera sig sek um klaufaleg mistök. Framarar söknuðu Sigfúsar Pálar skiljanlega, en hann var frá vegna meiðsla. Framarar spýttu þá aðeins í lófana og þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks, var staðan orðin 9-7 fyrir Fram. Þá skoruðu gestirnir fjögur mörk gegn einu marki Fram áður en flautan gall og staðan 10-11 fyrir Val í virkilega jöfnum fyrri hálfleik. Framarar áttu í vandræðum með Svein Aron í horninu og Hlyn Morthens í markinu í fyrri hálfleik, en Hlynur var kominn með rúmlega 40% markvörslu í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var einnig jafn og skemmtilegur, en gestirnir skoruðu tvö fyrstu mörkin. Þá var Sveini Þorgeirssyni nóg boðið og fór fyrir gestunum, en hann skoraði næstu tvö mörk fyrir heimamenn. Mikill hiti var í síðari hálfeik og barist um hvern einasta bolta, alveg eins og það á að vera í alvöru Reykjavíkurslag. Valsmenn voru ávallt skrefinu á undan, en eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik leiddu þeir með fjórum mörkum, 17-13. Framar voru þó aldrei langt undan og Garðar B. Sigurjónsson minnkaði muninn í eitt mark þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Stefán Baldvin jafnaði svo metin í 19-19 en það var í fyrsta skipti sem var jafnt síðan í stöðunni 10-10. Liðin skiptust svo á að skora og staðan hníjöfn þegar tvær mínútur voru eftir, 20-20. Framarar unnu svo boltann, Arnar Freyr Ársælsson geystist upp og skoraði. Hann var svo snöggur til baka og var mættur í vörnina þegar Guðmundur Hólmar keyrði á hann, og fiskaði á hann ruðning. Guðmundur var ekki sáttur og fékk 2ja mínútna brottvísun. Geir Guðmundsson, stórskytta Vals, átti svo síðasta skotið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka, en Stephan Nielsen varði og Framarar fögnuðu gífurlega. Fimmti sigur af fimm mögulegum í húsi hjá þeim á heimavelli. Stefán Baldvin Stefánsson, Sveinn Þorgeirsson og Stefán Darri Þórsson voru markahæstir hjá Fram með fimm mörk. Stephan Nielsen skellti einnig í lás þegar hann kom inná aftur í síðari hálfleik, en hann varði um tíu skot í leiknum öllum. Sveinn Aron Sveinsson var atkvæðamestur hjá Val með sex mörk, en næstur kom Guðmundur Hólmar með fjögur mörk. Hlynur Morthens átti fínan í dag í marki Vals og varði tíu skot.Guðlaugur: Fannst þeir mistækir „Barátta og trú á því að komast aftur inn í leikinn var það sem skóp þennan sigur hér í kvöld. Vörnin var góð og baráttan frábær. Þegar við vorum skynsamir í sókninni gekk það vel, en við vorum full fljótfærir í kvöld, eða í svona 45 mínútur," sagði Guðlaugur við Vísi eftir leik. „Það er erfitt að segja. Mér fannst við þeir mistækir. Ég ætla ekkert að drulla neitt yfir þá með það, en ég skil ekki suma dómana. Það er víti öðru megin og ekki hinu meginn. Þeir hafa átt betri dag og eiga meira inni, þeir þurfa að þola þá krítík eins og við hinir," sagði Guðlaugur aðspurður út í hvernig honum hafi fundist dómgæslan. „Við vorum langt niðri eftir tapið gegn HK. Þessir strákar eru bara þannig, við förum langt niður - en náum að spyrna okkur frá botninum. Þeir eru vel aldir upp og kunna að berjast, en það er mitt og þjálfarateymisins að ná þessum vondu leikjum í burtu." „Ég er gríðarlega ánægður með að fólkið mætti hérna í dag. Það hefur oft verið lenskan hérna að það eru fáir í húsinu, en þegar leið á leikinn var flott stemning og mikið af fólki í húsinu." „Það er útileikur gegn Haukum næst. Það verður ofboðslega erfitt. Við förum í alla leiki til að vinna og sú trú fleytir okkur í að taka sigranna."Orri Freyr: Erum betri en þeir „Sóknarleikurinn fór helst úrskeiðis. Við fáum á okkur 21 mörk, þannig varnarleikurinn var allt í lagi. Sóknarleikurinn fer með þetta og bara agaleysi hjá okkur, við erum að láta reka okkur útaf fyrir kjaft og það boðar ekki góðri lukku." „Einnig er það jákvætt að það eru ungir strákar að koma hérna inná að spila. Það er hægt að taka það jákvæða úr þessu. Við vorum bara staðir í sóknarleiknum, við erum ekki að gera hlutina sem eru æfðir á æfingum. Vorum bara lélegir." „Þetta fer auðvitað í taugarnar á mönnum að tapa á móti grönnunum. Við erum líka bara með betra lið en Fram. Þeir voru betra liðið í dag, þannig þetta er skandall hjá okkur að tapa á móti þeim. Þeir voru betri en við í fyrra, en við erum betri en þeir í ár. Þetta á ekki að vera boðlegt." „Við eigum leik gegn ÍR og svo Val 2 í bikarnum. Það er pottþéttur sigur í bikarnum, en ég vona það svo innilega að menn mæti klárir gegn ÍR. Ég þori ekki að lofa um það, en vona það. Það er ekki alltaf hægt að segja að við ætlum að gera eitthvað, við verðum að framkvæma það," sagði Orri vonsvikinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira