Fórnaði eista fyrir Nissan 370Z Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 10:46 Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent